Innlent

Lögreglan lýsir eftir strokufanganum Ingólfi Snæ

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan biður þá sem hafa séð Ingólf Snæ að hringja í 112.
Lögreglan biður þá sem hafa séð Ingólf Snæ að hringja í 112. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni, 20 ára, sem strauk frá fangelsinu að Sogni síðastliðið sunnudagskvöld. Ingólfur Snær, sem er um 182 sentímetrar á hæð, var í dökkri úlpu með loðkraga og í dökkum buxum. Hann er ekki talinn hættulegur. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ingólfs Snæs, eða vita hvar hann er að finna, eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni, 20 ára, sem strauk frá fangelsinu að Sogni sl....

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Tuesday, February 16, 2016

Tengdar fréttir

Tveir fangar struku frá Sogni í nótt

Tveir ungir karlmenn struku úr fangelsinu að Sogni i gærkvöldi og ganga enn lausir, eftir því sem fréttastofa veit best. Lögreglan á Suðurlandi segist kannast við málið, en Fangelsismálatofnun hefur ekki leitað eftir aðstoð hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×