Innlent

Lögreglan lýsir eftir 44 ára karlmanni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Guðmundar, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa strax samband við lögreglu í síma 112.
Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Guðmundar, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa strax samband við lögreglu í síma 112.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni, 44 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Breiðholti snemma í morgun.

Guðmundur er grannvaxinn, um 180 sentimetrar á hæð, með grá augu og axlarsítt hár, oftast í tagli.

Hann er klæddur í svarta úlpu, svartar vinnubuxur, hvíta og bláa strigaskó og er með svarta derhúfu merkta Olís. Guðmundur, sem notar gleraugu, hefur yfir að ráða bifreiðinni UU-662, sem er rauður Ford Explorer árgerð 2005.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Guðmundar, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa strax samband við lögreglu í síma 112.

Uppfært klukkan 21.35:

Guðmundur er fundinn, heill á húfi. Lögregla þakkar veitta aðstoð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×