Erlent

Lögreglan leitar morðingja tveggja

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá vettvangi árásarinnar
Frá vettvangi árásarinnar VÍSIR/GETTY
Lögreglan á Nýja Sjálandi leitar nú manns sem skaut tvo til bana og særði einn til viðbótar í morgun á félagsmálastofnun í borginni Ashburton, í grennd við Christchurch.

Maðurinn er sagður hafa gengið rakleitt inn á stofnunina og hafið skothríðina og skömmu síðar flúði hann á reiðhjóli. Lögregla veit deili á manninum, hann er 48 ára gamall heimilislaus öryrki sem dagblað borgarinnar hafði nýlega fjallað um.

Maðurinn er hvattur til að gefa sig fram og er fólk í Ashburton, sem telur 20 þúsund manns, beðið um að hafa varann á sér.

Uppfært klukkan 07:45

Lögreglan telur sig nú hafa handtekið hinn grunaðaJohn Henry Tully. Lögreglumenn og hundar yfirbuguðu manninn og þurfti að veita honum aðhlynningu vegna hundabits í kjölfar handtökunnar. 

Morðvopnið er enn ófundið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×