Innlent

Lögreglan hefur sagt Sigmundi Davíð að tjá sig ekki

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Rannsókn fjárkúgunarmálanna tveggja enn í gangi.
Rannsókn fjárkúgunarmálanna tveggja enn í gangi. Vísir
Lögreglan hefur beint því til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að tjá sig ekki um efni hótunar systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand. Báðar hafa þær játað aðild sína að tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra.



Vísir hefur greint frá því að í bréfinu hafi því verið hótað að tengja Sigmund Davíð við lánafyrirgreiðslu MP banka til Pressunnar, fjölmiðlafyrirtækis Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og fyrrverandi sambýlismanns Hlínar.



Sigmundur Davíð hefur ekki viljað tjá sig um málið fyrir utan tvær tilkynningar sem hann hefur sent frá sér þar sem hann hafnar fjárhagslegum tengslum við Björn Inga.



Rannsókn málsins og annarrar fjárkúgunarkæru á hendur systrunum stendur enn og segir Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að ekki liggi fyrir hvenær rannsókn ljúki.



Friðrik Smári staðfestir að þeim tilmælum hafi verið beint til forsætisráðherra að hann tjáði sig ekki um hótunina á meðan málið sé til rannsóknar. Þeim fyrirmælum hefur Sigmundur Davíð fylgt.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×