Erlent

Lögreglan handsamaði seinni fangann

Birgir Olgeirsson skrifar
Strokufanginn David Sweat er nú í haldi yfirvalda í Bandaríkjunum eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Fjölmiðlar vestanhafs segja hinn 35 ára gamla Sweat hafa verið handsamaðan nærri kanadísku landamærunum.

Félagi hans Richard Matt var skotinn til bana af lögreglu á föstudag. Báðir höfðu þeir hlotið lífstíðardóma eftir að hafa verið fundnir sekir um morð en þeir struku úr Clinton-fangelsinu í Dannemora fyrir þremur vikum.

Starfsmaður fangelsisins JoyceMitchell hefur verið ákærð fyrir að aðstoða við flótta þeirra. Saksóknarar segja hana hafa útvegað föngunum rafmagnsverkfæri sem gerði þeim kleift að brjótast út úr klefa sínum. Skriðu þeir síðan í gegnum skolplögn til að strjúka úr fangelsinu.

Matt afplánaði 25 ára fangelsisdóm fyrir að myrða og sundurlima fyrrverandi yfirmann sinn. Sweataflpánaði lífstíðarfangelsisvist fyrir að myrða aðstoðarlögreglustjóra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×