Erlent

Lögreglan greip til ljóssprengna til að dreifa mótmælendum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Andstæðingur Evrópusambandsins sést hér brenna fána þess.
Andstæðingur Evrópusambandsins sést hér brenna fána þess. vísir/epa
Grísk óeirðalögregla hefur í sumum hverfum Aþenu gripið til þess ráðs að skjóta ljóssprengjum að mótmælendum. Tveir dagar eru þar til Grikkir ganga að kjörborðinu og kjósa um hvort gríska ríkið eigi að ganga að skilmálum lánadrottna sinna eður ei. Sagt er frá málinu á Sky.

Þjóðin skiptist í tvær fylkingar sem nánast eru jafnstórar og höfðu báðar boðað til útifunda í dag. Stutt var á milli fundanna og kom til átaka á milli fólks úr mismunandi fylkingum. Að endingu gripu lögreglumenn til vopna til að dreifa hópnum.

Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað fyrir fólki að kjósa gegn tillögunum á sunnudaginn og standa í lappirnar gegn „kúgun, afarkostum og hræðsluáróðri.“

Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Aþenu og mótmælunum þar. Innan skamms mun Alexis Tsipras flytja ræðu á mótmælunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×