Erlent

Lögreglan birtir myndir af Abedi úr öryggismyndavélum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Salman Abedi.
Salman Abedi.
Breska lögreglan hefur birt myndir úr öryggismyndavélum sem sýna Salman Abedi á mánudagskvöld eða sama kvöld og hann sprengdi sig í loft upp fyrir utan Manchester Arena tónleikahöllina þar sem 22 manns létust og tugir særðust.

Lögreglan leitar nú að sönnunargögnum á að minnsta kosti fjórtán stöðum í Manchester borg og þá hafa þrettán manns verið handteknir en grunur leikur á að þau tengist skipulagningu slíkra hryðjuverka í borginni.

Mynd sem lögreglan birti.Vísir/AFP
Samkvæmt upplýsingum lögreglu vissi hún deili á Abedi innan við tveimur tímum frá því að sprengjan sprakk.

Óljóst er hvar myndirnar sem lögreglan hefur deilt eru teknar og á hvaða tíma á mánudagskvöldinu. Lögreglan hefur biðlað til almennings um að veita sér allar þær upplýsingar sem talið er að geti aðstoðað við rannsókn málsins.

Rúmlega 1000 manns vinna nú að rannsókn málsins sem lögreglan segir að gangi vel en megináhersla er lögð á að rannsaka íbúð Abedi þar sem talið er að hann hafi eytt hve mestum tíma í undirbúning árásarinnar og þróun sprengjunnar og þá sérstaklega rétt fyrir árásina.

Staðfest er að sjö börn hafi verið meðal látinna en yfirvöld í Bretlandi lækkuðu í dag viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka. 


Tengdar fréttir

Árásin í Manchester: Tveir ungir menn handteknir

Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester á mánudaginn síðastliðinn. Alls eru ellefu einstaklingar í haldi lögreglu vegna árásarinnar

Viðbúnaðarstig lækkað í Bretlandi

Viðbúnaðarstig í Bretlandi hefur verið lækkað að nýju eftir að hafa verið sett á hæsta stig í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester á mánudaginn síðastliðinn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þetta í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×