Innlent

Lögreglan birtir myndband af Iceland-ræningjunum

Birgir Olgeirsson skrifar
Ræningjarnir þrír sem lögreglan leitar að.
Ræningjarnir þrír sem lögreglan leitar að. Mynd/Facebook
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar þriggja manna í tengslum við rán í versluninni Iceland í Arnarbakka í Breiðholti á sunnudag. Mennirnir réðust hettuklæddir inn í verslunina klukkan sex að morgni og ógnuðu starfsmanni með sprautunál áður en þeir höfðu á brott með sér um 50 þúsund krónur og nokkra sígarettupakka. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú birt myndband úr öryggismyndavél verslunarinnar og biður þá sem geta veitt upplýsingar um málið, þekkja til mannana, eða vita hvar þá er að finna, að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.  Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið asmundurg@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar þriggja manna í tengslum við rannsókn hennar á ráni í versluninni Iceland í Arnarbakka í Breiðholti á sunnudag. Tilkynning um málið barst lögreglu skömmu fyrir klukkan sex á sunnudagsmorgun, en þrír menn beittu starfsmann verslunarinnar ofbeldi áður en þeir höfðu á brott með sér fjármuni. Ef einhverjir geta veitt upplýsingar um málið, þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hinir sömu vinsamlega beðnir um að hringja í lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið asmundurg@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Wednesday, June 3, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×