Erlent

Lögreglan biðst ekki afsökunar

Freyr Bjarnason skrifar
King feðgar.
King feðgar. Mynd/Skjáskot
Breska lögreglan ætlar ekki að biðjast afsökunar á því hvernig hún framkvæmdi leitina að fimm ára dreng með heilaæxli, sem foreldrar hans tóku af sjúkrahúsi gegn læknisráði.

Ashya King fannst í Malaga á Spáni á laugardaginn eftir að alþjóðleg leit hafði farið fram. Foreldrar drengsins voru handteknir. Í myndbandi, sem var birt á vefsíðunni YouTube og sjá má hér að neðan, segir Brett King, faðir drengsins, að málið í heild sinni hefði verið fáránlegt. Foreldrarnir hefðu leitað á náðir lækna í öðrum löndum þar sem þau væru ekki nógu sátt við þá meðferð sem í boði væri í heimalandinu.

Spænskir dómstólar fóru fram á það í morgun að foreldrarnir yrðu framseldir til Bretlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×