Erlent

Lögreglan beitti táragasi í Ferguson

Lögreglan í bandaríska bænum Ferguson í Missouri beitti táragasi gegn mótmælendum í miklum átökum sem geisuðu í borginni í nótt þrátt fyrir að þar sé í gildi útgöngubann, aðra nóttina í röð.

Nú er rúm vika liðin frá því táningurinn Michael Brown var skotinn til bana af lögreglu í borginni og hefur andrúmsloftið verið þrungið spennu æ síðan. Bráðabirgðakrufning hefur leitt í ljós að Brown var skotinn sex sinnum af löngu færi.

Flestir íbúar hverfisins, og þar á meðal Brown, eru svartir en lögregluliðið er að langmestu leiti skipað hvítum og segja ættingjar drengsins að hann hafi verið skotinn vegna hörundslitar síns.


Tengdar fréttir

Ólga og óeirðir í Ferguson

Mikil ólga hefur verið í bænum Ferguson í Missouri allt frá því lögreglumaður skaut átján ára pilt um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×