Innlent

Lögreglan á Ísafirði greip til skotvopna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. vísir/pjetur
Lögreglan á Ísafirði var kölluð út síðasta mánudag vegna manns í sjálfsvígshugleiðingum. Maðurinn sýndi lögreglu ógnandi tilburði, hótaði henni með hníf á lofti og reyndi að leggja til þeirra.

Lögregla ákvað því að grípa til skotvopna en við það róaðist maðurinn og gaf sig á vald lögreglu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Ísafirði segir að vægari valdbeitingarúrræði hafi ekki komið að gagni við þessar aðstæður.

Farið var með manninn á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en að því loknu var hann færður í fangaklefa. Að yfirheyrslum loknum var hann frjáls ferða sinna. Lögregla hefur áður haft afskipti af manninum vegna ýmissa brota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×