Innlent

Lögregla veitti ökumanni eftirför

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Eftirförin hófst á Hverfisgötu.
Eftirförin hófst á Hverfisgötu. vísir/ernir
Lögregla veitti ökumanni eftirför á fjórða tímanum í nótt. Eftirförin hófst á Hverfisgötu í Reykjavík eftir að maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Þaðan var ekið yfir á Snorrabraut, Hringbraut og að Skerjafirði þar sem bifreiðin var loks stöðvuð. Ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur og önnur umferðarlagabrot en einnig var búið að svipta hann ökuréttindunum. Hann var vistaður í fangageymslu og verður rætt við hann síðar í dag þegar ástand hans hefur lagast.

Þá var karlmaður grunaður um líkamsárás handtekinn í Austurstræti laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Honum er gefið að sök að hafa skallað annan mann í andlitið. Maðurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Um miðnætti var ölvaður erlendur ferðamaður handtekinn við veitingahús í miðbæ Reykjavíkur. Hann er grunaður um eignaspjöll, þ.e að hafa kastað glasi í bifreið og skemmt hana. Hann var vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×