Innlent

Lögregla varar við grýlukertum

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum eftir snjó- og kuldaveður síðustu daga.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum eftir snjó- og kuldaveður síðustu daga. Vísir/Getty
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum eftir snjó- og kuldaveður síðustu daga.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ljóst sé að af þeim getur stafað nokkur hætta og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát. „Þetta á ekki síst við um miðborgina og má þar ennfremur nefna sérstaklega í Þingholtunum.“

Lögregla beinir þeim orðum til eigenda og umráðamanna húsa að bregðast við en þeim sömu er jafnframt bent á ákvæði í lögreglusamþykkt en þar segir meðal annars að „[e]iganda eða umráðamanni húss [sé] skylt að fjarlægja af húsi sínu snjó og grýlukerti, sem fallið geta niður og valdið hættu fyrir vegfarendur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×