Innlent

Lögregla kölluð til vegna gæsahóps

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ekki var tilefni til aðgerða af hálfu lögreglu, enda gæsirnar hinar rólegustu.
Ekki var tilefni til aðgerða af hálfu lögreglu, enda gæsirnar hinar rólegustu. Vísir/Ernir
Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna hóps gæsa við gatnamót Ármúla og Vegmúla um hádegi í dag en talið var að hópurinn myndi fara sjálfum sér að voða auk þess að hann gæti skapað slysahættu. Ekki var tilefni til aðgerða af hálfu lögreglu, enda gæsirnar hinar rólegustu.

Um tvöleytið í dag var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi í miðborg Reykjavíkur þar sem hann hafði komið sér fyrir í bifreið eftir að hafa brotið rúður í henni. Í ljós kom að maðurinn var eigandi bifreiðarinnar en var ekki með lykla hennar þar sem þeir höfðu verið teknir af honum fyrir nokkru. Maðurinn var ekki talinn hæfur til að vera á almannafæri sökum ástands og olli hann hneykslan fólks sem átti leið hjá. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til hægt væri að ræða við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×