Erlent

Lögregla í St. Louis skaut ungan mann til bana

Bjarki Ármannsson skrifar
Mótmælandi í St. Louis í dag.
Mótmælandi í St. Louis í dag. Vísir/AFP
Lögregla í Missouri-ríki í Bandaríkjunum skaut 23 ára mann til bana í borginni St. Louis í dag. Sam Dotson, lögreglustjóri St. Louis, segir að maðurinn hafi hótað lögreglumönnum með hníf eftir að hann stal tveimur orkudrykkjum úr matvöruverslun.

The Guardian greinir frá. Skotárásin átti sér stað í norðurhluta borgarinnar, aðeins um fimm kílómetrum frá  bænum Ferguson þar sem enn ríkja óeirðir vegna dauða hins átján ára Michael Brown. Brown var skotinn sex sinnum af lögreglumanni og er atburðarás í því máli enn óskýr.

Bæði Brown og maðurinn sem skotinn var í dag voru svartir. Mótmælendur hafa sakað lögreglu um kynþáttahatur undanfarna daga vegna dráps Brown og ekki er ólíklegt að skotárásin í dag kyndi enn frekar undir reiði þeirra. Meirihluta íbúa Ferguson er svartur en langflestir lögreglumenn bæjarins hvítir.

Lögregla í St. Louis stóð fyrir blaðamannafundi í kvöld þar sem almenningur hrópaði að Dotson og spurði nokkrir hvers vegna ekki hafi verið hægt að stöðva unga manninn með rafbyssu. Samkvæmt fréttastöðinni MSNBC er lögreglumönnum borgarinnar ekki úthlutuð rafbyssa alla jafna.

Lögreglumennirnir sem skutu unga manninn í dag eru nú í leyfi frá störfum og verður málið tekið til rannsóknar.


Tengdar fréttir

Reiðin kraumar enn í Ferguson

Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni.

Ólga og óeirðir í Ferguson

Mikil ólga hefur verið í bænum Ferguson í Missouri allt frá því lögreglumaður skaut átján ára pilt um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×