Erlent

Lögregla í Skotlandi óttast ólæti

Atli Ísleifsson skrifar
Búast má við að skemmdarverk verði unnin á einhverjum húsum í kjölfar úrslita skosku kosninganna.
Búast má við að skemmdarverk verði unnin á einhverjum húsum í kjölfar úrslita skosku kosninganna. Vísir/AFP
Fjöldi vínveitingastaða í Skotlandi hafa fengið leyfi til að hafa opið lengur aðfaranótt föstudagsins, á meðan úrslita úr kosningunum um framtíð Skotlands er beðið.

Búist er við fyrstu tölur verði birtar klukkan tvö að staðartíma, aðfaranótt föstudagsins, og að endanleg úrslit liggi fyrir klukkan sex á föstudagsmorgninum. Í kjölfarið má svo búast bæði við glöðum og vonsviknum Skotum á götum borga og bæja.

Lögregla og fjöldi stjórnmálamanna kvíða fyrir niðurstöðunum sem þeir segja að geti leitt til átaka þegar ölvaðir stuðningsmenn og andstæðingar sjálfstæðis landsins bíða niðurstöðunnar.

Í frétt Daily Mail segir að margir óttist að skemmdarverk verði unnin á húsum með áróðursskiltum þeirrar fylkingar sem verður ofan á í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×