Innlent

Lögregla braut ekki lög í Hraunbæjarmálinu

Ingvar Haraldsson skrifar
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, segir lögregluna ekki hafa brotið lög þegar hún skaut mann til bana í Hraunbænum í desember síðastliðnum.
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, segir lögregluna ekki hafa brotið lög þegar hún skaut mann til bana í Hraunbænum í desember síðastliðnum. vísir/gva/stefán
Rannsókn ríkissaksóknara leiðir í ljós að lögreglumenn hafi ekki sýnt af sér refsiverða háttsemi þegar lögreglan skaut Sævar Rafn Jónasson í Hraunbæ 20 í Árbæ þann 2. desember 2013. Sævar lést vegna tveggja skotsára sem lögreglan veitti honum.

Í greinargerð ríkissaksóknara, sem lesa má í heild sinni hér, segir að lögreglan hafi heimild til að verja sig eða aðra með skotvopnum þegar lífshættuleg árás eigi sér stað.

Eftir að lögreglan kom inn í íbúð Sævars skaut hann þremur skotum að lögreglu. Ríkissaksóknari segir að lögreglan hafi ekki átt annarra kosta völ en að svara í sömu mynt. Því hafi lögreglan ekki brotið lög þegar hún skaut Sævar.


Tengdar fréttir

Vonar að bið eftir krufningum styttist

Ríkissaksóknari hefur enn ekki fengið krufningarskýrslu frá réttarmeinafræðingi vegna rannsóknar embættisins á atviki í Hraunbæ í desember þar sem lögreglumenn skutu mann til bana.

Rannsaka uppruna skotvopnsins

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvernig Sævarr Rafn Jónasson komst yfir skotvopn.

Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“

„Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra.

„Kemur niður á fólki sem er sannarlega veikt."

Það hefur verið gengið allt of hart fram í niðurskurði á geðheilbrigðisþjónustu, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Félagið sendi í dag áskorun til stjórnvalda um að standa betur vörð um þessi mál, það sé mikilvægt að harmleikur á borð við brunann í Iðufelli eða skotárásina í Hraunbæ endurtaki sig ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×