Innlent

Lögregla bar út tölvur og fleira af heimili Hilmars Leifssonar

Hilmar Þór Leifsson.
Hilmar Þór Leifsson. Vísir/Daníel
Lögregla og sérsveitin tóku þátt í aðgerðum á heimili Hilmars Leifssonar í dag þar sem bornar voru út tölvur og aðrar eigur. DV greindi frá þessu fyrr í kvöld.

Að sögn mætti lið lögreglu á tæplega tíu bílum, en lögregla hefur ekki viljað tjá sig um aðgerðirnar eða á tilgang þeirra.

Fyrr í vikunni greindi Vísir frá því að lögregla rannsakaði nú líkamsárás sem framin var fyrir utan Sporthúsið á miðvikudaginn í síðustu viku. Var þá ráðist á Benjamín Þór Þorgrímsson, sem einnig er þekktur sem Benni Ólsari, en hann starfa sem einkaþjálfari í Sporthúsinu.

Vísir fjallaði um málið, en vinur Benjamíns, Gilbert Sigurðsson, vakti athygli á málinu með skrifum á Facebook. Gilbert segir árásina tengjast langvinnum deilum sínum við Hilmar Leifsson. Gilbert segir frá því á Facebook að fimm hettuklæddir menn hafi ráðist á Benjamín með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði auk þess sem hann hlaut innvortisblæðingar, eins og hann tjáði Vísi daginn eftir árásina.


Tengdar fréttir

Benni Ólsari tjáir sig um árásina

"Ég er einn vinsælasti einkaþjálfarinn á Íslandi í dag og þegar vel gengur hjá manni á að reyna eyðileggja,“ segir Benni Ólsari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×