Innlent

Lögmaður Hlínar gerir athugasemdir við þær upplýsingar sem rata í fjölmiðla

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Kolbrún Garðarsdóttir er lögmaður Hlínar Einarsdóttur.
Kolbrún Garðarsdóttir er lögmaður Hlínar Einarsdóttur. Vísir
Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Hlínar Einarsdóttur, segir lögreglu skoða upplýsingar sem hafa komið fram í fjölmiðlum undanfarið, þá sér í lagi hvað varðar rannsókn á tilraun til fjárkúgunar forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

„Ég hef ráðlagt henni að tjá sig ekkert um rannsókn þessara mála á meðan rannsókninni stendur,” segir Kolbrún.

„Ég hef gert athugasemd við lögreglu varðandi þær upplýsingar sem hafa verið í fjölmiðlum síðustu daga, sem mér finnst einkennilegt. Mér skilst að lögregla sé að skoða það.”

Hlín og systir hennar, Malín Brand, voru í síðustu viku handteknar fyrir tilraun til að kúga forsætisráðherra. Í gær lagði svo fyrrverandi samstarfsmaður Hlínar fram kæru á þær systur fyrir aðra fjárkúgun, sem hann segir þær hafa beitt sig í apríl.

Hlín hyggst aftur á móti kæra manninn fyrir nauðgun og verður kæra hennar lögð fram til lögreglu á morgun, að sögn Kolbrúnar.


Tengdar fréttir

Hlín hyggst kæra nauðgun

Fyrrverandi samstarfsmaður kærði Hlín og Malín Brand fyrir fjárkúgun í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×