Lífið

Lögmaður braut reglur um klæðaburð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Stefán setti sig að sjálfsögðu í stellingar þegar eftir því var óskað. Var hann klæddur í þverröndóttan stuttermabol, joggingbuxur og strigaskó.
Stefán setti sig að sjálfsögðu í stellingar þegar eftir því var óskað. Var hann klæddur í þverröndóttan stuttermabol, joggingbuxur og strigaskó. vísir/sks
Héraðsdómslögmaðurinn góðkunni Stefán Karl Kristjánsson mætti í dag í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í joggingbuxum og stuttermabol og braut þar með reglur lögmanna um klæðaburð. Stefán er slasaður á fæti og gengur með hækjur og skýrist fataval hans af því en hann var klæddur í dökkbláan þverröndóttan stuttermabol, gráar íþróttabuxur og brúna strigaskó.

Stefán brást afar vel við spurningum blaðamanns sem furðaði sig á fatavali hans og gaf góðfúslegt leyfi fyrir myndatöku.

„Ég þurfti að biðja um undanþágu og fékk hana í gegn. Ég hefði aldrei getað mætt í hinum hefðbundna klæðnaði. Þá hefði líklega bara þurft að fresta aðalmeðferðinni,“ segir Stefán glaður í bragði en umrædd aðalmeðferð stóð yfir í sjö klukkustundir.

„Ég sleit sin og var gert að vera frá vinnu í þrjár vikur. Það eru þó bara tíu dagar síðan ég slasaðist,“ segir Stefán.  Stefán slasaðist í fótboltaleik en að hans sögn er hann grjótharður KR-ingur og ritstýrði meðal annars KR-blaðinu hér á árum áður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×