Innlent

Löglegt að sitja um heimili fólks

Snærós Sindradóttir skrifar
Ólöf Nordal innanríkisráðherra
Ólöf Nordal innanríkisráðherra Fréttablaðið/Stefán
Ekki liggur fyrir heildstæð endurskoðun á lögum um nálgunarbann í innanríkisráðuneytinu. Erfitt getur reynst fyrir fólk, sem verður fyrir ofsóknum, að fá nálgunarbann.

Fréttablaðið hefur síðustu daga fjallað ítarlega um ofsóknir. Kona sem Fréttablaðið ræddi við gagnrýndi harkalega viðbrögð lögreglu við hótunum og ofsóknum sem hún varð fyrir. Hún hafi þurft að þola grófar hótanir um ofbeldi án afskipta lögreglu.

Fram kom í máli Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns að erfitt sé að grípa inn í ofsóknir ef athæfið, svo sem hringingar eða að vera fyrir utan hús einhvers ítrekað, sé löglegt.

Ólöf Nordal innanríkisraðherra tekur undir það. Hún segir sérstakar aðstæður þurfi að vera uppi ef slík háttsemi eigi að kalla á nálgunarbann. „Við þurfum bara að meta það hvort þessi löggjöf sem sé í gildi núna sé fullnægjandi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×