Lífið

Logi lét brjóstvöðvana dansa í beinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Logi fór á kostum í gær.
Logi fór á kostum í gær. vísir
Logi Geirsson og Kristján Arason voru sérfræðingar RÚV á leik Vals og Aftureldingar í undanúrslitum Olís-deildar karla sem fram fór í Valsheimilinu í gærkvöldi.

Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja hann, en svo fór að lokum að Afturelding tryggði sér sigurinn í þessum oddaleik og er liðið komið í úrslitaeinvígið og mætir það Haukum.

Logi Geirsson var í mörg ár atvinnumaður í handbolta sem og landsliðsmaður. Hann veit því mikið um íþróttina og mjög klár í því að greina leikinn. Hann tekur aftur á móti oft upp á allskonar skemmtilegum hlutum í beinni og í gærkvöldi tók hann það sem kallast „Pec-Dance“ og það í beinni útsendingu á RÚV.

Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Logi lætur brjóstvöðvana dansa en hann birtir myndbandið á Instagram-síðu sinni.


Tengdar fréttir

Davíð: Takk Rothöggið

Markvörðurinn öflugi var þakklátur fyrir stuðninginn sem Afturelding fékk í Valshöllinni í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×