Körfubolti

Logi gerði nýjan tveggja ára samning við Njarðvík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Vísir/Daníel
Logi Gunnarsson verður áfram með Njarðvík í Dominos-deildinni í körfubolta en Víkurfréttir segja frá því í kvöld að landsliðsbakvörðurinn hafi skrifað undir nýjan tveggja ára samning við uppeldisfélagið sitt.

Logi er orðinn 33 ára gamall en lék með Njarðvík á nýjan leik á síðasta tímabil eftir að hafa verið atvinnumaður í áratug í Evrópu. Þar spilaði hann í Þýskaland, á Spáni, í Finnlandi, í Svíþjóð og í Frakklandi.

Logi var með 17.9 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í Dominos-deildinni á síðasta tímabili en hann hjálpaði Njarðvíkurliðinu þá að komast í undanúrslit.

Logi spilar í vetur undir stjórn Friðriks Inga Rúnarssonar sem er tekinn við Njarðvíkurliðinu á nýjan leik en Friðrik Ingi gaf á sínum tíma Loga fyrsta tækifærið í meistaraflokk Njarðvíkur.

Logi er nú á fullu að undirbúa sig með íslenska landsliðinu fyrir undankeppni EM en hann lék hundraðasta landsleik sinn í Lúxemborg í lok síðustu viku.






Tengdar fréttir

Jón Arnór verður ekki með í Lúxemborg

Besti körfuknattleiksmaður landsins fékk frí vegna persónulegra ástæðna og fer því ekki með í æfingaferðina en mætir til leiks í undankeppni EM.

Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg

Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg.

Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×