Lífið

Logi Geirsson segir upp

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Logi Geirsson
Logi Geirsson Skjáskot
Handboltakempan Logi Geirsson hefur lagt spekingsskóna á hilluna í kjölfar ósigurs Íslands gegn Frakklandi á Heimsmeistaramótinu í handbolta í dag.

Frá þessu greinir hann á Twittersíðu sinni en hann hefur verið tíður gestur á skjám landsmanna sem spekingur í sjónvarpssal í tengslum við hin ýmsu handboltamót á síðustu árum.

„Minn tími er liðinn,“ segir Logi. „Það er kominn tími á ferskt blóð og nýjar skoðanir.“

Það er óhætt að segja að Logi hafi á sínum tíma verið þetta „ferska blóð“ sem hann minnist á í tísti sínu. Hann fór oft ótroðnar slóðir í handboltarýni sinni sem rataði oftar en ekki í fyrirsagnir á hinum ýmsu vefmiðlum skömmu síðar.

Þá vakti hann oft mikla athygli fyrir klæðaburð sinn, til að mynda þegar hann mætti með forláta gyllt bindi sem setti samfélagsmiðla á annan endann. Á HM í ár var það svo bleikt bindið sem stal senunni.

Hér að neðan má sjá uppsagnartístið.


Tengdar fréttir

Logi lét brjóstvöðvana dansa í beinni

Logi Geirsson og Kristján Arason voru sérfræðingar RÚV á leik Vals og Aftureldingar í undanúrslitum Olís-deildar karla sem fram fór í Valsheimilinu í gærkvöldi.

Logi Geirsson hitaði upp byssurnar fyrir útsendingu - Myndband

Logi Geirsson, handboltasérfræðingur RÚV og fyrrum landsliðsmaður, hefur farið á kostum í EM-stofunni á RÚV síðustu daga og var enginn undantekning á því í gærkvöldi þegar Króatía slátraði Íslandi og sendi strákana okkar heim.

Logi tók af sér bleika bindið eftir að Twitter kallaði eftir gullbindinu

Þeir Logi Geirsson og Kristján Arason voru sérfræðingar í HM-stofu RÚV í kvöld þegar fyrsti landsleikur íslenska karlalandsliðsins í handbolta fór fram í Frakklandi. Strákarnir máttu játa sig sigraða og eins og alltaf var umræðan líflega á samfélagsmiðlinum Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×