Handbolti

Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Snorri Steinn svekktur í hálfleik eftir væna útreið.
Snorri Steinn svekktur í hálfleik eftir væna útreið. vísir/valli
„Þetta er vægast sagt vandræðalegt,“ sagði reiður Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og silfurdrengur, í EM-stofu RÚV í hálfleik í leik Íslands og Króatíu.

Strákarnir okkar fengu vænan skell í fyrri hálfleik gegn króatíska liðinu og voru tíu mörkum undir eftir 15 mínútur, 13-3. Króatar voru svo níu mörkum yfir í hálfleik, 19-10.

Sjá einnig:Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik

„Ég spurði mig að því þegar ég sá hvernig liðinu var stillt upp af hverju Snorri væri ekki í byrjunarliðinu. Ekki að það skipti öllu máli, en hann er einn besti sóknarmaður heims á móti 3-2-1-vörn,“ sagði Logi. „Þegar hann kom inn á fór leikurinn í allt annað jafnvægi og hann breyttist alveg.“

Logi var heldur alls ekki hrifinn af leikhléum Arons Kristjánssonar, en landsliðsþjálfarinn tók tvö slík í fyrri hálfleik og var mjög málefnalegur í þeim.

„Þessi leikhlé hjá Aroni. Sláðu í borðið. Sláðu einhvern utanundir og spurðu: „Hvað ertu að fokking gera?“ Það er verið að segja mönnum að láta boltann ganga því þetta kemur og eitthvað svona. Maður yrði trylltur. Það er verið að hrauna yfir okkur,“ sagði Logi Geirsson.

Hægt er að fylgjast með seinni hálfleiknum hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×