Lífið

Logi Bergmann dreginn sundur og saman í háði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Logi Bergmann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í 50 ára afmælisþætti sínum sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi.

Í tilefni af afmælinu var ákveðið að hrekkja Loga, sem er sjálfur alræmdur hrekkjalómur, með því að segja honum ekki hvaða gesti hann myndi fá í þáttinn til sín, um hvað ætti að ræða eða hvaða skemmtiatriði myndu brjóta upp þáttinn.

Logi var því skiljanlega eins og álfur út úr hól þegar þrír af fremstu uppistöndurum þjóðarinnar; þau Hugleikur Dagsson, Snjólaug Lúðvíksdóttir og Frímann Gunnarsson, mættu til að grilla Loga fyrir framan alþjóð.

Uppistandaranir léku lausum halda í um 15 mínútur og ljóst var að áhorfendur og ekki síst Logi höfðu gaman af - afmælisbarnið þurfi að láta farða sig aftur því hann grét svo mikið úr hlátri.

Grillunina má sjá í spilaranum hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×