Íslenski boltinn

Logi: Pressa í KR en það er allavega mun skemmtilegra en að vera þingmaður Framsóknar | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, hefur komið af krafti inn í íslenska boltann eftir að hafa einbeitt sér að þingstörfum undanfarin misseri.

KR hefur leikið fimm leiki undir stjórn Willums, unnið þrjá og gert tvö jafntefli. Markatalan er 15-5. KR vann Fylki örugglega, 1-4, í síðasta leik sínum á sunnudaginn.

„KR hefur áður lent í svona vandræðum í byrjun móts en Evrópukeppnin hefur hjálpað liðinu,“ sagði Logi Ólafsson í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi.

„Hann hefur eiginlega ekki breytt neinu í leikfræðinni, þetta eru sömu leikmenn og á vissan hátt sama uppstilling. En ég held að Willum hafi komið með ró inn í þetta. Hann er auðvitað með gríðarlega mikla reynslu. Og þótt hann sé æstur í leikjum er ró yfir honum utan vallar,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

„Hann er fyrst og fremst föðurlegur maður sem menn bera mikið traust til,“ bætti Logi við.

Willum hefur setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn frá 2013. Kosið verður í haust en Hjörvar grunar að Willum langi frekar að halda áfram í þjálfun en á þingi.

„Willum gæti dottið út af þingi. Ég held að hann vilji halda áfram sem þjálfari KR og fá annað tækifæri þarna,“ sagði Hjörvar.

„Þótt það sé pressa að vera þjálfari KR, og ég hefur verið þar, held ég að það sé allavega mun skemmtilegra en að vera þingmaður Framsóknarflokksins,“ sagði Logi um flokksbróður sinn.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×