Körfubolti

Logi: Fengum flest góðu liðanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Logi Gunnarsson fylgdist með drættinum fyrir EM 2017 í höfuðstöðvum KKÍ í dag ásamt félögum sínum í íslenska körfuboltalandsliðinu.

Ísland lenti í riðli með Póllandi, Grikklandi, Frakklandi, Finnlandi og Slóveníu. Logi viðurkennir að íslenska liðið hefði getað verið heppnara með riðil.

„Þetta eru sterk lið og við vissum alveg að þetta gæti gerst. Við gátum fengið mörg góð lið og við fengum flest þeirra. Maður vonaðist eftir því að fá aðeins auðveldari lið á nokkrum stöðum,“ sagði Logi í samtali við Arnar Björnsson.

„Það eru líka forréttindi að fá að spila á móti liðum eins og Grikkjum og Frökkum sem við höfum ekkert spilað við áður. Þetta verður önnur veisla eins og síðast,“ sagði Logi.

Njarðvíkingurinn var í EM-hópnum síðast og miðað við frammistöðu hans í vetur er hann á leið á EM á næsta ári. Hann segist vera fullur tilhlökkunar fyrir verkefninu.

„Jú, auðvitað. Maður hélt maður myndi bara gera þetta einu sinni á ferlinum en að fá að gera þetta aftur tveimur árum síðar er með ólíkindum. Við erum reynslunni ríkari og förum brattir í þessa leiki,“ sagði Logi að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×