Innlent

Löggan fær oft ábendingar um glæpi á Facebook

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögreglumenn hanga ekki á Facebook allan daginn.
Lögreglumenn hanga ekki á Facebook allan daginn. Vísir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist oft fá ábendingar um mögulega glæpi í einkaskilaboðum á Facebook. Þetta kemur fram í færslu á samskiptamiðlinum í dag þar sem bent er á að eflaust sé vænlegra til árangurs að hringja í neyðarlínuna.

„Oft á tíðum berast okkur tilkynningar um mál hér í gegnum síðuna, ýmist beint á vegginn eða í einkaskilaboðum og er það vel. Hitt er svo annað mál að þessi síða er alls ekki vöktuð öllum stundum og því getur liðið töluverður tími, fleiri klukkutímar eða sólarhringur, frá því að boð eru lögð inn uns einhver sér þau og getur þá brugðist við, sé þess kostur,“ segir í færslunni sem sjá má hér að neðan.

Hins vegar segist embættið ánægt með að samskiptin á Facebook, það henti vel ef koma þarf upplýsingum áleiðis í kjölfar símtals eða ef samfélagsþegnar vilja leita upplýsinga um mál sem ekki liggur á að fá.

Hér má sjá færslu lögreglunnar.

Það er ekki úr vegi að impra eilítið á því eftir hvaða leiðum er best að koma tilkynningum af ýmsu tagi til lö...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Wednesday, May 6, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×