Lífið

Lögfræðinemi reynist aðalspéfugl skólans

Guðrún Ansnes skrifar
Fyndnasti nemi HÍ- úrslitakvöld 
Ólöf, Helga og Maren
Fyndnasti nemi HÍ- úrslitakvöld Ólöf, Helga og Maren
Fyndnasti háskólaneminn fannst á sviði Stúdentakjallarans á fimmtudagskvöldið og varð lögfræðineminn Jóhannes Ingi Torfason þar hlutskarpastur.

Stúdentaráð Háskóla Íslands stóð fyrir viðburðinum og segir formaðurinn, Aron Ólafsson, aðsóknina hafa farið algjörlega fram úr björtustu vonum. „Við urðum hreinlega að vísa fólki frá, það var alveg stappað,“ segir hann og bætir við: „Það tók gott korter að komast að barnum, það er ágætis mælistika á stöðuna.“

Segist Aron fullviss um að hér sé lagður grunnur að árlegum viðburði í félagslífi skólans.

Halldóra Kristín Unnarsdóttir varð í öðru sæti og Brynjólfur Jóhann Bjarnason nældi sér í þriðja sætið. „Ég átti ekkert von á þessu, vonaði bara að einhver myndi hlæja smá,“ sagði Jóhannes auðmjúkur.

Hann hlaut hundrað þúsund krónur í verðlaun og liggur beinast við að fá að vita hvað hann hyggist gera við peninginn. „Ég veit það ekki, en það er ágætt að geta notað ávísunina sem sönnun fyrir að brandararnir mínir séu í alvöru góðir, ef einhver efast einhvern tímann aftur um ágæti þeirra.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×