Erlent

Lögðu hald á Picasso-verk

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Tollayfirvöld á frönsku eyjunni Korsikíu lögðu í nótt hald á Picasso málverk sem flytja átti til Sviss. Verkið er metið á tuttugu og fimm milljónir evra og er álitið sem þjóðargersemi af spænskum yfirvöldum.

Búið var að banna útflutning þess, en verkið er í eigu Jaime Botin, vel þekkts bankamanns sem tengist Santanderbankanum á Spáni. Hann hafði árið 2012 óskað eftir því að fá að flytja verkið til Bretlands, en menningarmálamálaráðherra Spánar hafnaði beiðni hans.

Málið fór fyrir dómstóla í ár og beið bankamaðurinn lægri hlut, verkið hefði of mikið menningargildi. Verkið fannst um borð í báti sem kom til hafnar á eyjunni í nótt, en Botin var hvergi að finna um borð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×