Innlent

Lögðu hald á búnað til að opna lása

Atli Ísleifsson skrifar
Búnaðurinn samanstóð af fjórum litlum kössum með opnunarlyklum og örfínum sexkanti auk fleiri muna, sem taldir eru tengjast lásaopnun.
Búnaðurinn samanstóð af fjórum litlum kössum með opnunarlyklum og örfínum sexkanti auk fleiri muna, sem taldir eru tengjast lásaopnun. Mynd/Tollstjóraembættið
Tollverðir á Seyðisfirði haldlögðu nýverið búnað sem notaður er til að opna lása. Búnaðurinn fannst við leit í bíl sem kom til landsins með Norrænu á vegum þriggja manna sem sjálfir komu með flugi til landsins.

Í tilkynningu frá Tollinum kemur fram að mennirnir þrír, sem allir eru af erlendu bergi brotnir, hafi sagst ætla að dvelja hér í mánuð. „En eftir að búnaðurinn hafði verið haldlagður breyttu þeir  áformum sínum skyndilega og hröðuðu för sinni úr landi með bílinn. Búnaðurinn samanstóð af fjórum litlum kössum með opnunarlyklum og örfínum sexkanti auk fleiri muna, sem taldir eru tengjast lásaopnun.  Að auki var fjaðurhnífur haldlagður.“

Tollverðir spurðu mennina um fyrirhugaða notkun á búnaðinum áður en þeir yfirgáfu landið. „Skýringar þær sem aðilar þessir gáfu tollvörðum voru metnar ótrúverðugar og er það mat Tollstjóra að líkur séu á því að búnaðinn hafi átt að nota í óheiðarlegum tilgangi og aðgerðir tollgæslunnar hafi komið í veg fyrir þau áform.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×