Erlent

Lögðu hald á 7,7 tonn af kókaíni

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglumenn bera kókaínið úr flugvél.
Lögreglumenn bera kókaínið úr flugvél. Vísir/AP
Lögreglan í Perú lagði hald á 7,7 tonn af kókaíni í lögregluaðgerð í síðustu viku. Flogið var með efnin til höfuðborgarinnar þar sem þeim var stillt upp fyrir fjölmiðlafólk á flugvellinum í Lima.

Aldrei áður hefur lögreglan í Perú lagt hald á svo mikið magn af kókaíni.

Á meðfylgjandi myndbandi frá AP fréttaveitunni má sjá að um gífurlegt magn kókaíns er að ræða. Efnin fundust falin í kolasendingu sem senda átti til Spánar og Belgíu. Sex Perúmenn og tveir Mexíkóar voru handteknir í aðgerðum lögreglu.

Áður var met lögreglunnar sex tonn sem hald var lagt á árið 2002. Frá 2012 hefur Perú búið yfir þeim vafasama heiðri að vera stærsti framleiðandi kókaíns í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×