Innlent

Lögbrot að fangavörður stundi kynlíf með fanga

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Páll Winkel, fangelsismálastjóri
Páll Winkel, fangelsismálastjóri
„Þessi mál hafa komið upp eftir að störfum lýkur og tel ég því líklegt að sönnunarstaðan sé snúin,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri um hvers vegna ekki sé ákært þegar fangaverðir eiga í ástarsamböndum við fanga.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að slík mál komi annað slagið upp í fangelsum landsins og að fangelsisyfirvöld líti málin alvarlegum augum.

„Eitthvert málanna kom þó upp þegar fangavörðurinn var við störf en það var fyrir minn tíma hér,“ segir Páll.

Guðríður Sesselja Arnardóttir
Samkvæmt hegningarlögum varðar það fangelsi allt að fjórum árum ef starfsmaður í fangelsi hefur samræði eða önnur kynferðismök við vistmann á stofnuninni. 

„Það er alveg klárt mál að það varðar þessa grein ef um kynmök er að ræða. Það er hins vegar alltaf spurning um sönnunarstöðu í svona málum og hún getur verið mjög erfið,“ segir Guðrún Sesselja Arnardóttir, hæstaréttarlögmaður og kennari í refsirétti við Háskólann á Bifröst. 

„Það er þó ekkert bannað að verða ástfangin samkvæmt lögunum, en þau mega ekki stunda kynmök.”

Nýlega kom upp tilvik í fangelsinu að Sogni þar sem kvenkyns fangavörður og fangi urðu ástfangin. Fangavörðurinn var sumarstarfsmaður og eftir að störfum lauk lét hún fangelsisyfirvöld vita af því að hún myndi halda áfram að heimsækja fangann. Þau eru saman í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×