MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 16:50

Juraj Grizelj til Keflavíkur

SPORT

Loga ţykir stjórnarsáttmálinn nokkuđ rýr í rođinu

 
Innlent
17:53 10. JANÚAR 2017
Logi Már Einarsson segir nýja ríkisstjórn eiga mjög flókiđ og erfitt störf fyrir höndum.
Logi Már Einarsson segir nýja ríkisstjórn eiga mjög flókiđ og erfitt störf fyrir höndum. VÍSIR

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur nýsamþykktan stjórnarsáttmála nokkuð rýran í roðinu. Hann segir fögur fyrirheit að finna í sáttmálanum sem hann er svartsýnn á að verði efnd.

„Hann er frekar almennt orðaður og nokkuð rýr í roðinu“ sagði Logi í samtali við Vísi aðspurður um álit sitt á nýsamþykktum stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar  við honum.

Hann segir þó að í honum sé að finna fögur fyrirheit en telur að erfitt sé að efna þau nema að ráðist verði í tekjuöflun. Á að slíkt verði raunin segist hann þó svartsýnn.  

„Auðlinda- og skattastefna Sjálfstæðisflokksins hefur orðið ofan á þannig að menn munu áfram byggja á því að hygla þeim efnameiri og láta almenning sitja hjá.“

Erfitt starf fyrir höndum
Samkvæmt Loga felast einnig ýmsar hættur í sáttmálanum.

„Það eru ýmsar hættur í sáttmálanum líka. Ég tók eftir því í menntamálakaflanum að þar er verið að tala um fjölbreytileika í rekstrarformi. Ef þar er verið að tala um einkavæðingu líst mér afar illa á það.“

Spurður að því hvernig hann telji að nýrri ríkisstjórn muni vegna segir hann ljóst að hún eigi erfitt verkefni framundan.

„Þetta er tæpur meirihluti og hann mun örugglega eiga mjög flókið og erfitt starf fyrir höndum.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Loga ţykir stjórnarsáttmálinn nokkuđ rýr í rođinu
Fara efst