Lífið

Lög unga fólksins á Ljósanótt - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Söngvarar sýningarinnar eru Egill Ólafsson, Stefanía Svavarsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Pétur Örn ásamt stórhljómsveit.
Söngvarar sýningarinnar eru Egill Ólafsson, Stefanía Svavarsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Pétur Örn ásamt stórhljómsveit.
Einn stærsti viðburðurinn á Ljósanótt var frumsýningu á sýningunni Lög unga fólksins í Andrews leikhúsinu á Ásbrú sl. miðvikudagskvöld.

Sýningin fjallar um þennan sívinsæla útvarpsþátt í tónum, tali og myndbrotum og er af nógu að taka. Lög unga fólksins var í loftinu í ríkisútvarpinu í þrjá áratugi, þær voru ófáar kveðjurnar og lögin sem send voru inn í þáttinn en um tíma var þetta eini þátturinn sem sendi út nýja tónlist sem unga fólkið hlustaði á.

Söngvarar sýningarinnar eru Egill Ólafsson, Stefanía Svavarsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Pétur Örn ásamt stórhljómsveit. Tónlistarstjóri er Arnór B. Vilbergsson og kynnir og handritshöfundur Kristján Jóhannsson.

Ljósmyndarinn Óli Haukur tók meðfylgjandi myndir frá frumsýningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×