Viðskipti erlent

Lög um lágmarkslaun samþykkt í Þýskalandi

ingvar haraldsson skrifar
Neðri deild þýska þingsins samþykkti lög um lámarkslaun í fyrsta skipti í sögu.
Neðri deild þýska þingsins samþykkti lög um lámarkslaun í fyrsta skipti í sögu. vísir/ap
Neðri deild þýska þingsins samþykkti í dag lög um lágmarkslaun í fyrsta skipti í sögu landsins. BBC greinir frá.

Lögin kveða á um að ekki megi greiða lægri tímakaup en átta og hálfa evru á klukkustund sem samsvarar um 1300 íslenskum krónum.

Fram til þessa hafa atvinnurekendur og verkalýðsfélög ákvarðað lámarkslaun í samningum sín á milli.

Lagafrumvarpið hefur verið nokkuð umdeilt í Þýskalandi. Atvinnurekendur segja að lögin muni leiða til þess að færri störf verði til í landinu ásamt því að framleiðslufyrirtæki muni fara úr landi.

Forkólfar verkalýðsins eru einnig ósáttir við sum fyrirtæki fái tveggja ára aðlögunartíma frá lögunum.

Frumvarpið á eftir að fara undir efri deild þýska þingsins. Verði lögin einnig samþykkt þar munu lögin taka gildi um næstu áramót.

    






Fleiri fréttir

Sjá meira


×