Erlent

Lög um kynferðisbrot endurskoðuð á Spáni

Sylvía Hall skrifar
Mikill mótmæli hafa verið í landinu eftir að fimm menn fengu níu ára fangelsi fyrir hópnauðgun.
Mikill mótmæli hafa verið í landinu eftir að fimm menn fengu níu ára fangelsi fyrir hópnauðgun. Vísir/Getty
Til stendur að endurskoða lög um kynferðisbrot á Spáni og mikilvægi samþykkis verður haft til hliðsjónar. Þetta kemur í kjölfar mikilla mótmæla sem hafa verið í landinu eftir að fimm menn voru dæmdir í níu ára fangelsi eftir hópnauðgun, en saksóknari hafði farið fram á 20 ára fangelsisdóm.

Sjá einnig: Vilja að spænsk yfirvöld endurskoði lög um kynferðisbrot

Lögin myndu gera það að verkum að skýrt samþykki þurfi að liggja fyrir og allt annað yrði túlkað sem neitun. Það gerir það að verkum að kynmök án skýrs samþykkis verði skilgreind sem nauðgun.

Núverandi lög í landinu skilgreina kynferðisbrot ekki sem nauðganir ef ógnun eða ofbeldi er ekki framið við verknaðinn. Í máli mannana fimm var ekki talið nógu skýrt að mennirnir hefðu ógnað stúlkunni né beitt hana ofbeldi við nauðgunina, en stúlkan var 18 ára gömul þegar brotið átti sér stað.

Stúlkan hefur tjáð sig við fjölmiðla í landinu þar sem hún hvetur þá til að fjalla um málið. Hún segir þögnina vera sigur fyrir gerendurna og enginn ætti að ganga í gegnum það sama og hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×