Innlent

Lög á verkfallsaðgerðir flugmanna samþykkt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Alþingi samþykkti laust fyrir klukkan þrjú í dag frumvarp innanríkisráðherra um lög á verkfallsaðgerðir flugmanna Icelandair. Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 14 en 6 þingmenn sátu hjá.

Frumvarpið var afgreitt úr umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun. Tvær breytingar voru gerðar á frumvarpinu. Annars vegar var sá tími sem deiluaðilar fá til að leysa deiluna styttur um einn og hálfan mánuð og miðast við nú 1. júní. Hins vegar fær gerðardómur einn mánuð til að kveða upp úrskurð í stað tveggja mánaða eins og upphaflega var gert ráð fyrir.

Allir þingmenn ríkisstjórnarinnar greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu hins vegar atkvæði gegn frumvarpinu eða sátu hjá.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra lagði frumvarpið fram til fyrstu umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Í skýringum með frumvarpinu kemur meðal annars fram að tekjutap Icelandair, ferðaþjónustunnar og Ríkissjóðs á hverjum verkfallsdegi flugmanna nemi um 900 milljónum króna. Því sé ótvírætt ljóst að gríðarlegir samfélagslegir og efnahagslegir hagsmunir séu í húfi.

Helgi Hjörvar.vísir/gva
Stefnulaus ríkisstjórn

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi frumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. „Fljótfærni, reynsluleysi og stefnuleysi ríkisstjórnar í kjaramálum hefur gert að verkum að með lagasetningunni í apríl á Herjólf, er hún komin í skelfileg vandræði og kröfur um það að hún setji lög á alla þá sem leggja niður vinnu. Svipti fólk hvað eftir annað frelsi sínu,“ sagði Helgi.

Helgi segir að þarna sé Alþingi grípa inn í kjaradeilu einkafyrirtækja. „Hefur formaður nefndarinnar gengið úr skugga um það að framkvæmdastjórn einkafyrirtækisins sem í hlut á hafi gert sömu aðhaldskröfur til sín eins og hún gerir nú til flugmanna og formaðurinn leggur til að Alþingi styðji með sérstakri lagasetningu sem sviptir fólk samningsfrelsi sínu á vinnumarkaði?

Höskuldur Þórhallsson.vísir/gva
Einstakt mál sem skapar ekki fordæmi

Höskuldur Þórhallsson
, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, sagði þetta mál ekki skapa fordæmi fyrir aðrar kjaradeilur, hvert og eitt mál yrði vegið og metið hverju sinni.

Flugmenn Icelandair hófu tólf klukkustunda verkfall 9.maí. Næsta fyrirhugaða vinnustöðvun hefði átt að hefjast á morgun og sú þriðja 20. maí. Í framhaldinu var boðuð vinnustöðvun frá klukkan sex að morgni 30. maí  til klukkan sex 3. júní. Lögin ná einnig yfir yfirvinnubann flugmanna sem hófst 9. maí síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Flugmenn hjá Icelandair á leið í aðgerðir

Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir félagið vel hafa efni á að greiða hærri laun. Yfirstjórn félagsins hafi fengið ríflegar hækkanir og hluthafar greiddan út góðan arð.

„Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“

Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar.

Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga

Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag.

Flugmenn tilbúnir til samninga

Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir ekkert til í ásökunum að flugmenn fyrirtækisins stundi skæruaðgerðir.

Allar líkur á verkfalli á föstudag

Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli.

Flugmenn í verkfall

Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni.

Viðræðum slitið í kjaradeilu flugmanna

Samningafundi flugmanna og Icelandair í húsnæði ríkissáttasemjara var slitið í hádeginu. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna staðfesti þetta í samtali við Vísir.

Flugmenn enn hjá ríkissáttasemjara

Enn sitja samningamenn hjá ríkissáttasemjara til að leysa kjaradeilu flugmanna Icelandair en fundurinn hófst klukkan 13 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×