Enski boltinn

Loftus-Cheek fær að heyra það frá Mourinho

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ruben Loftus-Cheek er í vondum málum.
Ruben Loftus-Cheek er í vondum málum. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vandaði stráknum unga Ruben Loftus-Cheek ekki kveðjurnar eftir vináttuleik gegn Sydney FC í Ástralíu í dag.

Loftus-Cheek fór af velli í 1-0 sigri Chelsea, en strákurinn fékk nokkur tækifæri með aðalliðinu á nýafstaðinni leiktíð og leit út fyrir að hann myndi koma meira við sögu næsta vetur.

Nú er spurning hvar hann stendur gagnvart Mourinho sem sagði að samband þeirra hefði tekið skref aftur á bak eftir leikinn.

Mourinho fór nánast svona langt að segja, að Loftus-Cheek væri að gera sér upp meiðslin.

„Hann sagðist finna til í bakinu en fyrir mér leit þetta út eins og hann væri bara meiddur þegar Sydney var með boltann,“ sagði Mourinho við fréttamenn eftir leikinn.

Mourinho bætti við að frammistaða hans hafi verið óásættanleg, en á sama tíma hrósaði hann eldri leikmönnum liðsins.

„Það mátti sjá nokkra þreytta menn inn á vellinum, en eldri leikmenn liðsins virkilega reyndu að spila fótbolta. Ég er ánægður með þá,“ sagði José Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×