Viðskipti innlent

Loftið orðið Jacobsen Loftið

Sæunn Gísladóttir skrifar
Neytendastofa lagði dagsektir á Boltabarinn ehf. að fjárhæð 50.000 króna á dag þar til fyrirtækið gerði viðeigandi ráðstafanir.
Neytendastofa lagði dagsektir á Boltabarinn ehf. að fjárhæð 50.000 króna á dag þar til fyrirtækið gerði viðeigandi ráðstafanir. Vísir/Anton Brink
Skemmtistaðurinn Loftið við Austurstræti hefur breytt nafninu sínu í Jacobsen Loftið. Sjá má nýtt lógó á Facebook síðu staðarins.

Vísir greindi frá því á mánudaginn að Neytendastofa hefði lagt dagsektir á Boltabarinn ehf., sem rekur Loftið, þar til fyrirtækið færi að ákvörðun Neytendastofu um nafnabreytingu.

Sjá einnig: Loftið þarf að skipta um nafn

Forsaga málsins er sú að í desember 2014 var Boltabarnum ehf. bönnuð notkun heitisins Loftið þar sem það væri til þess fallið að valda ruglingshættu við auðkenni Loft Bar sem rekinn er af Farfuglum ses. Ákvörðun Neytendastofu var staðfest með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála í október 2015 að því leyti að Boltabarnum ehf. væri bannað að nota auðkennið Loftið í núverandi mynd. 

Nú virðist sem Loftið hafi fylgt ábendingu Neytendastofu.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×