Lífið

Loftbelgurinn upphaflega húðflúr

Bergrún Íris Sævarsdóttir byrjaði að teikna húðflúr fyrir vinkonu sína og endaði í barnateikningu sem hefur fallið vel í kramið.
Bergrún Íris Sævarsdóttir byrjaði að teikna húðflúr fyrir vinkonu sína og endaði í barnateikningu sem hefur fallið vel í kramið.
„Ég hef verið að teikna loftbelgi síðustu vikur en það byrjaði þannig að ég teiknaði húðflúr fyrir vinkonu mína.

Hún hafði fjölda hugmynda, meðal annars að fá sér loftbelg, svo ég prófaði að blanda öllum hugmyndunum hennar saman inn í fallegan loftbelg.

Það kom svo vel út að ég hef haldið áfram,“ segir Bergrún Íris Sævarsdóttir, 29 ára móðir og teiknari úr Hafnarfirði.

Teikningar af loftbelgjum úr hennar smiðju hafa náð miklum vinsældum upp á síðkastið og eru nú til sölu í Galleríi List.

„Það sem byrjaði sem lítil hugmynd hefur undið upp á sig. Nú á ég sjálf von á barni og mig langaði að búa til „barnabelg“ þar sem hægt er að skrifa í skýin fæðingarupplýsingar barnsins, þyngd, lengd og fæðingardag,“ segir Bergrún Íris sem tekur að sér ýmiss konar teikniverkefni en fyrsta bókin hennar, Vinur minn, Vindurinn, kemur út hjá Bókabeitunni í haust. 

Hægt er að skoða loftbelgina og fleiri verk eftir Bergrúnu á instagram.com/oskalistinn_art og á bergruniris.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×