Erlent

Loftbelgur brotlenti í Texas

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er ljóst að svo stöddu hvort einhver hafi slasast eða látið lífið í slysinu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Ekki er ljóst að svo stöddu hvort einhver hafi slasast eða látið lífið í slysinu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Loftbelgur með sextán manns innanborðs hrapaði til jarðar í Texas í Bandaríkjunum eftir að eldur kom upp í belgnum.

Bandarískir fjölmiðlar segja loftbelginn hafa hrapað til jarðar á akri nærri Lockhart, suður af Austin.

Í frétt NBC segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af.

Uppfært 21.30 Yfirvöld ytra hafa staðfest að enginn komst lífs af þegar kviknaði í loftbelgnum. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. 

Þegar björgunarmenn bar að garði var karfan, sem hékk neðan úr loftbelgnum, í ljósum logum. Þetta er mannskæðasta loftbelgsslys í sögu Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×