Viðskipti innlent

Loðnubrestur mun draga töluvert úr hagvexti að mati Landsbankans

Birgir Olgeirsson skrifar
Hagfræðideild Landsbankans telur útlitið frekar svart fyrir næstu loðnuvertíð
Hagfræðideild Landsbankans telur útlitið frekar svart fyrir næstu loðnuvertíð fréttablaðið/óskar
Hagfræðideild Landsbankans telur útlitið frekar svart fyrir næstu loðnuvertíð, sé tekið mið af nýafstöðnum loðnuleiðangri Hafrannsóknarstofnunar.

Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið og benda niðurstöðurnar til að árgangurinn frá 2015 sé mjög lítill. Leggur stofnunin til að engar loðnuveiðar verði á næstu vertíð, sem er þó ekki endanleg ráðgjöf því stofninn verði mældur að nýju á fyrstu mánuðum næsta árs og munu þær mælingar ráða úrslitum um endanlega veiðiráðgjöf Hafró, en langmest af loðnunni er veitt á fyrstu þremur mánuðum hvers árs.

Hagfræðideild Landsbankans segir að verði engin loðnuvertíð á næsta ári megi gera ráð fyrir að hagvöxtur verði allt að 0,7 prósentum minni en ella.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×