Sport

Lochte settur í tíu mánaða bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ryan Lochte.
Ryan Lochte. vísir/getty
Bandaríska sundsambandið hefur sett Ryan Lochte í tíu mánaða bann og hann fær ekki heldur að taka þátt á HM á næsta ári.

Ástæðan fyrir banninu er lygasaga Lochte í Ríó um að hann hefði verið rændur í Ríó. Upp komst um lygarnar hjá Lochte og félögum hans á endanum.

Hinir þrír sundkapparnir sem tóku þátt í þessu með Lochte eiga líka von á refsingu. Lochte var aftur á móti forsprakkinn, bjó til lygasöguna og fær því þyngstu refsinguna.

Málið vakti heimsathygli í síðasta mánuði og síðasti sundkappinn af þessum fjórum varð að greiða sekt áður en hann fékk vegabréfið sitt og gat komið heim.

Lochte hefur verið harkalega gagnrýndur í heimalandinu og þetta sprell hans hefur kostað hann mikla peninga. Styrktaraðilar hafa slitið sambandi við hann og aðrir vilja ekki koma nálægt honum.


Tengdar fréttir

Lochte biðst afsökunar

Bandaríski sundkappinn Ryan Lochte hefur loksins rofið þögnina en ekkert hefur heyrst í honum síðan hann náði að sleppa frá Ríó til Bandaríkjanna.

Lochte neitaði að hlýða ræningjunum

Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×