Innlent

Lóan er komin að kveða burt leiðindin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fyrsta lóan sem til sást í fyrra.
Fyrsta lóan sem til sást í fyrra. Guðmundur Falk

Fjórar heiðlóur sáust á flugi við Einarslund á Höfn í morgun og eru það fyrstu lóurnar sem fréttist af þettta vorið. Óvenju margar heiðlóur voru með vetursetur á Suðvestanverðu landinu segir á vef Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands.

Lóan er komin að kveða burt snjóinn segir í ljóði Páls Ólafssonar en óðum styttist í Sumardaginn fyrsta sem ber upp þann 20. apríl.

Fyrstu lóurnar í fyrra sáust þann 26. mars við Garðskagavita. Guðmundur Falk ljósmyndari náði mynd af henni í fyrra og veitti Vísi leyfi til að birta myndina af gleðigjafanum. 


Tengdar fréttir

Lóan að kveða burt snjóinn - mikill hiti um helgina

Lóan sem sást í Hvalfjarðarsveit í gær er komin til að kveða burt snjóinn ef marka má veðurspá næstu daga. Hitinn gæti farið yfir fimmtán gráður á Norður- og Austurlandi um helgina.

Heiðlóan komin með fyrra fallinu

„Þetta er alltaf gleðiefni. Við skulum bara vona að vorið sé að koma,“ segir Guðmundur A. Guðmundsson hjá Náttúrufræðistofnun Íslands um þær fréttir að fyrsta lóa ársins hafi sést við Útskála í Garði í fyrrakvöld.

Konan sem syngur "Lóan er komin" er látin

Konan sem syngur vorið inn hjá Íslendingum og kveður burt snjóinn er látin. Erla Stefánsdóttir söngkona var jarðsungin í dag. Hún hóf söngferilinn árið 1964 og frá því lagið um lóuna kom út 1967 hefur hún verið ein af heimilisröddum þjóðarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×