Enski boltinn

Lloris framlengir við Tottenham

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Hugo Lloris batt enda á sögusagnir um að hann væri á förum frá Tottenham Hotspur þegar hann undirritaði nýjan fimm ára samning í morgun. Lloris hefur verið orðaður við olíuveldin Paris Saint Germain og Monaco undanfarnar vikur.

Lloris sem er 27 árs gamall gekk til liðs við Tottenham frá Lyon árið 2012. Tók hann sæti Brad Friedel í byrjunarliði Tottenham og stimplaði sig strax inn sem einn af bestu markmönnum deildarinnar.

„Mér líður vel hjá Tottenham og ég er spenntur fyrir því að vinna með Mauricio Pochettino. Hann er metnaðarfullur þjálfari sem mér líkar við. Síðasta tímabil gekk ekki jafn vel og við vildum en ég er viss um að við getum gert enn betur,“ sagði Lloris sem er fullviss um að félagið sé tilbúið að taka næsta skref.

„Ég skrifaði undir samninginn út af því að ég er viss um að félagið muni taka framförum. Það er mikið sjálfstraust í hópnum og ég tel að við séum tilbúnir að taka næsta skref,“ sagði Lloris.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×