Sport

Ljótur leikur á ÓL: Datt og reyndi að fella andstæðing

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kwang reynir hér að sópa undan Japananum.
Kwang reynir hér að sópa undan Japananum. vísir/getty
Sprettskautari frá Norður-Kóreu hefur heldur betur fengið skammir hattinn sinn eftir ódrengilegan leik á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang.

Sá heitir Kwang Bom Jong og hann datt tvisvar í 500 metra sprettinum. Er hann datt í seinna skiptið sló hann út hendinni og reyndi að fella Japanann Ryosuke Sakazume. Það gekk ekki.

Hinn kurteisi Sakazume tók upp hanskann fyrir Norður-Kóreumanninn og neitaði að trúa því að hefði gert þetta viljandi. Þjálfarinn hans sagði að þetta hefði getað verið eðlilega viðbrögð að reyna að grípa í eitthvað eftir fallið. Norður-Kóreumaðurinn var augljóslega ekki mjög vanur og datt snemma í hlaupinu í bæði skiptin.

Í raun hefði hlaupið átt að klárast er hann datt fyrst en mótshaldarar virðast hafa séð aumur á honum og létu ræsa hlaupið á ný.

Hann kláraði þó hlaupið langsíðastur en var síðar vísað úr keppni fyrir að hafa reynt að fella Japanann. Jong gaf ekki kost á neinum viðtölum eftir keppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×