Innlent

Ljósmæður sjá nú um skoðunina

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
"Þetta á ekki að vera mikið mál og á ekki að vera sársaukafullt,“ segir Sigrún.
"Þetta á ekki að vera mikið mál og á ekki að vera sársaukafullt,“ segir Sigrún.
Eftir næstu mánaðarmót gefst konum á Suðurlandi kostur á að fara í leghálskrabbameinsleit hjá ljósmæðrum við Heilbrigðisstofnun Suðurlands en þetta er nýjung í starfi ljósmæðra.

Að undanförnu hefur Krabbameinsfélag Íslands staðið fyrir átaki til þess að hvetja konur að mæta í leghálskrabbameinsleit. Þátttakan á Íslandi hefur farið minnkandi undanfarin ár og er nú víða undir 50 %. Sérstaklega hefur þátttakan dregist saman á landsbyggðinni. Eftir 1. febrúar býðst konum á Suðurlandi að panta tíma í leghálskrabbameinsleit hjá ljósmóður á sinni heilsugæslustöð. Sigrún Kristjánsdóttir er yfirljósmóðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

„Þetta er náttúrulega eins og við segjum, vinnusvæði ljóðmæðra, því við erum að fást við leghálsa alla daga. Við erum búnar að fara í þjálfun hjá Krabbameinsleitarstöðinni að taka þessi sýni, þannig að við eigum að vera vel hæfar til þess. Við tókum að á okkur Selfossi hópleitina sem var i haust og fengum mjög góða niðurstöðu frá krabbameinsleitarstöðinni að sýni frá okkur hafi verið mjög góð,“ segir Sigrún.

En er þessi leit erfið fyrir konur ?

„Nei, hún tekur mjög skamma stund en okkur finnst þetta öllum erfitt að fara í svona skoðun. Þetta á ekki að vera mikið mál og á ekki að vera sársaukafullt“.

Sigrún hvetur konur eindregið til að drífa sig í leghálssýnatöku því þá minnki þær stórlega hættuna á að þær fái leghálskrabbamein.

„Nú verður boðið upp á þetta á flestum heilsugæslustöðvum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þegar konur fá bréfið þá hvet ég þær endilega að hringa á sína heilsugæslustöð og pantið tíma“, segir Sigrún.


Tengdar fréttir

Fyrir hverja er HPV-bólusetning?

HPV (Human Papilloma Virus) er algeng veira sem smitast með beinni snertingu fólks við kynlíf. Flest okkar sem hafa stundað kynlíf smitast einhvern tímann á lífsleiðinni af HPV. Nóg er að hafa stundað kynlíf með einum einstaklingi einu sinni þótt fjöldi rekkjunauta auki líkur á smiti.

Kynsjúkdómar og krabbamein

Árlegur bleikur mánuður er rúmlega hálfnaður og við höfum gert vel í því að hvetja konur til skoðunar og árvekni um krabbamein, þann vágest sem heimsækir að meðaltali þriðja hvern einstakling á lífsleiðinni.

Hópleit að hópleitarkonum

Heilbrigðisþjónusta í okkar heimshluta fæst að langmestu leyti við meðferð sjúkdóma og viðbrögð við kvillum. Of lítið virðist gert af hálfu hins opinbera til að tryggja borgurunum betra líf með því að gefa þeim kost á forvörnum greiddum úr sameiginlegum sjóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×