Innlent

Ljósin kveikt á síðasta Oslóartrénu í dag

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kveikt á Oslóartré á árum áður.
Kveikt á Oslóartré á árum áður. vísir/vilhelm

Kveikt verður á síðasta Oslóartrénu á Austurvelli í dag klukkan 15.30 en borgirnar tvær hafa í sameiningu ákveðið að hætta sendingum jólatrjáa frá Noregi til Íslands þar sem það samræmist ekki umhverfissjónarmiðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Komandi ár munu Norðmenn hafa þann háttinn á að gefa Íslendingum íslenskt tré úr Heiðmörk. Vegna þessa fór Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, ásamt varaborgarstjóra Osló, Khamshajiny Gunaratnam, í Norðmannalund til að skoða framtíðartrén.

Khamshajiny, yfirleitt kölluð Khamzy, mun síðan fylgja borgarstjóra á Austurvöll og kveikja á trénu með honum. Á leiðinni munu þau koma við í minningarlundi um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Útey við Norræna húsið.

Tréð að þessu sinni verður skreytt fjölda jólaljósa auk þess verður þar að finna Skyrgám, jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Skyrgámur er tíundi órói félagsins en hefð er fyrir því að óróinn prýði tréð.

Steinunn Sigurðardóttir, hönnuður, sá um hönnun óróans en Sigurður Pálsson orti kvæði um jólasveininn. Það verður frumflutt á Austurvelli í dag.

Eftir nokkuð hik og hlátrasköll á tveggja manna söginni þá skotgekk að fella Oslóartréð með hinni mögnuðu Khamsy, sem er...

Posted by Dagur B. Eggertsson on Wednesday, 4 November 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×